Ferill 1165. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2192  —  1165. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsr    áðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um kostnað við framkvæmdir við Landspítala við Hringbraut.


    Svarið byggist á upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá félaginu NLSH ohf. sem stofnað var með lögum árið 2010 til þess að hafa umsjón með byggingu nýs Landspítala fyrir hönd ríkisins. Byggjast þær á ársreikningum félagsins fyrir fyrri ár og nýlegri uppfærslu á heildaráætlun um verkefnið á komandi árum, sem stýrihópur um skipulag framkvæmda við Landspítala og annarra sérhæfðra sjúkrahúsa birti í júní sl. Nánari umfjöllun um heildaráætlunina er að finna í skýrslu stýrihópsins sem liggur fyrir á vefsetri félagsins. 1
 
     1.      Hver er áætlaður heildarkostnaður við áformaðar framkvæmdir við Landspítala við Hringbraut?
    Samkvæmt heildaráætlun Nýja Landspítala ohf. (NLSH ohf.) um framkvæmdir við Landspítala er áætlaður kostnaður við framkvæmdir við Hringbraut eftirfarandi:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Framangreindar tölur eru í milljónum króna og eru með virðisaukaskatti. Áfallinn kostnaður er á verðlagi hvers árs. Áætlaðar fjárhæðir eru á verðlagi og gengi miðað við febrúar 2024.
    Undir „Hringbrautarverkefnið“ falla byggingarverkefni við Hringbraut. „Önnur verkefni NLSH“ eru verkefni sem NLSH ohf. voru falin á árinu 2020, með nýju skipulagi. Þessi verkefni eru m.a.:
     *      Búnaður og tæki.
     *      Eldhús, Vörumóttaka – Vöruhús.
     *      Upplýsingatæknikerfi.
     *      Tækjakaupamál.
     *      Flokkunarstöð sorps.
     *      Flutningar í nýtt húsnæði.
     *      Endurmat eldri bygginga.
    Til viðbótar við framangreind verkefni var NLSH ohf. á árunum 2022 og 2023 falið að annast umsjón með byggingu sérhæfðra sjúkrahúsbygginga utan Hringbrautar. Þessi verkefni eru:
     *      Grensás, um 4.400 m2 nýbygging.
     *      Sjúkrahúsið á Akureyri, um 9.200 m2 nýbygging.
    Áætlaður kostnaður við þessi verkefni er eftirfarandi:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     Skýringar við töflur:
    1)    Bygging meðferðarkjarna án tækja og búnaðar.
    2)    Bygging rannsóknahúss án tækja og búnaðar.
    3)    Stofnkerfi taka til ýmissa sameiginlegra kerfa sem tengjast meginbyggingum. Dæmi: Tengigangar, sorp- og línkerfi, rörpóstur, varaafl og tæknibúnaður í bílastæða- og tæknihúsi og götur, veitur og lóð.
    4)    Bygging bílastæða- og tæknihúss án varaaflskerfa sem hýst eru í tæknihluta byggingarinnar.
    5)    Rekstur vinnubúða NLSH, starfsmannakostnaður og ýmis aðkeypt sérfræði- og ráðgjafarþjónusta.
    6)    Bygging bílakjallara undir Sóleyjartorgi.
    7)    Sjúkrahótel og fyrsti áfangi í verkefninu götur, veitur og lóð.
    8)    Lækningatæki í meðferðarkjarna og rannsóknabúnaður í rannsóknahúsi auk annars búnaðar.
    9)    Verkefni á frumáætlunarstigi eins og t.d. eldhús, vörumóttaka, flokkunarstöð og flutningar í nýjar byggingar auk annarra þróunarverkefna.
    10)    Hug- og tölvubúnaður í nýjar byggingar, samkvæmt áætlun LSH.
    11)    Nýbygging legudeilda auk dag- og göngudeilda geðþjónustu við Sjúkrahúsið á Akureyri en ekki endurbætur á eldra húsnæði.
    12)    Nýbygging Grensásdeildar en ekki endurbætur á eldra húsnæði.

     2.      Hver er uppsafnaður hönnunarkostnaður verkefnisins og hvernig skiptist hann á verkþætti?
    Hönnunarkostnaður helstu verkefna NLSH ohf. er eftirfarandi:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Kostnaður í framangreindri töflu er í milljónum króna og á verðlagi hvers árs.


     3.      Hvenær er áætlað að sjúkrahússtarfsemi geti hafist í nýbyggingum Landspítala?
    Fyrsta nýbygging Landspítala sem tekin var í notkun í þessum fyrsta uppbyggingaráfanga á Hringbraut er sjúkrahótelið sem er 4.300 m2, fjórar hæðir og kjallari með 75 herbergjum. Sjúkrahótelið var tekið í notkun í febrúar 2019 og hefur verið rekið af Landspítalanum frá þeim tíma.
    Framkvæmdaáætlun NLSH ohf. miðast við að byggingarframkvæmdum í meðferðarkjarna ljúki í árslok 2027 en uppsetningu lækningatækja ljúki á árinu 2028. Miðað við þær áætlanir ætti starfsemi að geta hafist á árinu 2029.
    Framkvæmdaáætlun NLSH ohf. miðast við að byggingarframkvæmdum í rannsóknahúsi ljúki í ársbyrjun 2028 en uppsetningu rannsóknatækja ljúki á árinu 2028. Miðað við þær áætlanir ætti starfsemi í því húsi einnig að geta hafist á árinu 2029.
1     www.nlsh.is/media/byggingar/Heildaraaetlun-NLSH-Q1-2024-_-070624.pdf