Ferill 1080. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2257  —  1080. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Steinunni Þóru Árnadóttur um einkaflug á Reykjavíkurflugvelli.


     1.      Hver er fjöldi lendinga einkaþotna og þyrlna í einkaeigu á Reykjavíkurflugvelli?
    Tafla 1 í fylgiskjali I sýnir hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli og meðalfjölda farþega í hverri vél. Engin ein skilgreining er til á því hvað telst vera einkaþota og umferð þeirra því ekki sérgreind í útgefnum flugtölum.
    Árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli og þar af eru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia – annað eru snertilendingar og æfinga- og kennsluflug ásamt litlum einkaflugvélum sem fara ekki inn í grunninn.
    Þessar tölur voru greindar frekar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geta talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug og eru tölurnar byggðar á ákveðnum hreyflategundum sem Isavia sérgreindi fyrir samantekt þessa. Bent er á að um hreyfingar er að ræða en ekki lendingar. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug.

     2.      Hver er meðaltalsfjöldi farþega í hverri þotu og þyrlu?
    Vísað er til töflu 1 í fylgiskjali I.

     3.      Hvaða þjónustugjöld eru innheimt af vélunum?
    Þjónustugjöld sem innheimt eru af vélunum eru eftirfarandi: Lendingargjald, farþegagjöld, stæðisgjald, flugverndargjald og gjald fyrir þjónustu utan opnunartíma. Nánari upplýsingar um þjónustugjöld má sjá í fylgiskjali II og í gjaldskrá: www.isavia.is/media/1/gjaldskra-innanlandsflugvalla-2024.pdf. Flugleiðsögugjöld kunna einnig að vera innheimt eins og við á: ans.isavia.is/um-okkur/gjaldskra.

     4.      Hver er kostnaðurinn vegna lendinga vélanna?
    Kostnaður er ekki sérgreindur eða sundurliðaður í bókhaldi út frá tegund flugs eða loftfars.

     5.      Hvaða fyrirtæki þjónusta vélarnar og farþega þeirra?
    ACE FBO Flight Services og Reykjavik FBO.

     6.      Er gerð krafa um að vélarnar þurfi að uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði, þ.m.t. um kolefnisspor?
    Eftirfarandi kröfur sem sýndar eru í töflu 2 og eru í flugmálahandbók Reykjavíkurflugvallar fjalla um skilyrði sem vélar þurfa að uppfylla svo heimilt sé að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Ekki er gerð krafa varðandi kolefnisspor. Sjá einnig flugmálahandbók 2.21.1: eAIS Package for Iceland published on 22 MAR 2024 (isavia.is)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 2 sýnir yfirlit úr flugmálahandbók Reykjavíkurflugvallar yfir skilyrði sem vélar þurfa að uppfylla svo heimilt sé að lenda.

     7.      Á hvaða tíma sólarhrings lenda vélarnar á Reykjavíkurflugvelli? Svar óskast sundurliðað.
    Flugstjórnarþjónusta (ATC) er veitt alla virka daga milli: 07:00–23:00. Um helgar og á almennum frídögum: 08:00–23:00. Aðfangadagur og gamlársdagur: 07:00–16:00. Ekki er þjónusta á nýársdag, páskadag eða jóladag. Reykjavíkurflugvöllur er lokaður annarri umferð utan þjónustutíma.
    Flugumferðarþjónusta (AFIS) er veitt utan þjónustutíma ATC gegn gjaldi eingöngu fyrir:
          Sjúkra og neyðarflug.
          Flug Landhelgisgæslu Íslands.
          Millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll.
          Lendingar áætlunarflugs sem hefur orðið fyrir ófyrirséðum töfum.
          Flug vegna mannúðarmála.





Fylgiskjal I.


Skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal II.


Þjónustugjöld innheimt af loftförum.


www.althingi.is/altext/pdf/154/fylgiskjol/s2257-f_II.pdf