Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
81. löggjafarþing 1960–61.
Þskj. 609  —  110. mál.




     ÞINGSÁLYKTUN

um vita, leiðarmerki og öryggi sjófarenda.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta endurskoða lög um stjórn vitamála og vitabyggingar með hliðsjón af þeim búnaði, sem nú tíðkast á fiski- og farskipum hér við land; einnig að fá tillögur kunnáttumanna á þessu sviði um, hvernig því fé, sem fer til þessara mála, verði bezt varið til öryggis sjófarenda við landið.
    Einnig skal athuga, eftir því sem við á, þá þýðingu, sem slík tæki kunna að hafa fyrir flugsamgöngur.


Samþykkt á Alþingi 22. marz 1961.