Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
82. löggjafarþing 1961–62.
Þskj. 64  —  48. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um mótmæli gegn risasprengingu Sovétríkjanna.



    Alþingi ályktar að mótmæla eindregið sprengingu Sovétríkjanna á risakjarnorkusprengju og skorar á þau að hætta nú þegar kjarnorkusprengingum sínum, þar sem geigvænleg geislunarhætta af þeim stofnar framtíðarvelferð allrar heimsbyggðar og þar með íslenzku þjóðarinnar í voða. Sérstaklega mótmælir Alþingi neðansjávarsprengingum, er geta stofnað afkomumöguleikum Íslendinga í hættu.
    Alþingi skorar enn fremur á kjarnorkuveldi heimsins að gera hið fyrsta samkomulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og öruggt eftirlit með því.


Samþykkt á Alþingi 27. október 1961.