Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
82. löggjafarþing 1961–62.
Þskj. 449  —  83. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um gufuveitu frá Krýsuvík til iðnaðarþarfa og rekstrar hitaveitna.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram athugun á tæknilegum og fjárhagslegum möguleikum á byggingu og rekstri gufuveitu frá jarðgufusvæðunum við Krýsuvík til Hafnarfjarðar, Garðahrepps, Bessastaðahrepps, Kópavogs, Reykjavíkur og Seltjarnarness í samráði við stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga þeirra, sem hlut eiga að máli.
    Gufuveita þessi sé miðuð við það, að frá henni verði hægt að afhenda gufu til iðnaðarþarfa og heitt vatn til rekstrar hitaveitna í fyrrgreindum bæjar- og sveitarfélögum.


Samþykkt á Alþingi 21. marz 1962.