Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
83. löggjafarþing 1962–63.
Þskj. 641  —  138. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um athugun á framkvæmd laga nr. 113/1952, um lausn ítaka af jörðum.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta taka saman skrá um þinglýst ítök, sem talið er að fallið hafi úr gildi, vegna þess að ítaksrétti hafi ekki verið lýst fyrir héraðsdómara eftir áskorun í Lögbirtingablaði þar um, samkvæmt 4. og 5. gr. laga nr. 113/1952, um lausn ítaka af jörðum, og athuga síðan, hvort ástæða sé til sérstakra ráðstafana í því skyni að rétta hlut þeirra, sem þannig hafa misst ítaksrétt.


Samþykkt á Alþingi 10. apríl 1963.