Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
83. löggjafarþing 1962–63.
Þskj. 728  —  137. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um ráðstafanir til verndar íslenzka erninum.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera þegar ráðstafanir í samráði við sérfróða menn í náttúrufræði, er helzt mættu verða til að koma í veg fyrir, að íslenzki örninn verði aldauða.
    Meðal þeirra ráðstafana, er til greina geta komið í þessu skyni, er t.d.:
     1.      Athugun verði gerð á hreiðurstöðum og hversu margir ernir muni enn vera til í landinu.
     2.     Ráðnir verði eftirlitsmenn, er sjái um, að friðunarlögum, að því er snertir erni við hreiður, sé hlýtt.
     3.     Greiddar verði fébætur þeim bændum, er verða fyrir skaða af völdum arna við hreiður.
     4.     Athugað verði gaumgæfilega um leiðir til að draga úr og afstýra þeim háska, sem fugli þessum stafar af eitrun fyrir svartbak, refi og minka.


Samþykkt á Alþingi 19. apríl 1963.