Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
84. löggjafarþing 1963–64.
Þskj. 376  —  94. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um athugun á auknum iðnrekstri í kauptúnum og kaupstöðum,

þar sem atvinna er ónóg.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa 5 manna nefnd til þess að athuga, hvað hægt sé að gera til þess að auka iðnað í þeim kauptúnum og kaupstöðum, þar sem ónóg er atvinna. Störf nefndarinnar skulu vera:
     1.      Athugun á því, hvar mest er þörf fyrir aukinn iðnað vegna ónógrar atvinnu.
     2.      Athugun á því, hvaða iðngreinar er hagkvæmast að starfrækja á hverjum stað.
     3.      Að gera tillögur um, á hvern hátt eigi að útvega fjármagn, svo að hægt sé að starfrækja iðnfyrirtækin.
     4.      Að gefa upplýsingar um þá faglegu þekkingu, sem nauðsynleg er, til þess að hægt sé að starfrækja þau iðnfyrirtæki, sem nefndin leggur til að stofnuð verði.


Samþykkt á Alþingi 12. marz 1964.