Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
84. löggjafarþing 1963–64.
Þskj. 491  —  90. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um athugun á sem hagkvæmastri skipan og um aukningu

stofnlánasjóða sjávarútvegsins.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta rannsaka möguleika á auknum stofnlánum til sjávarútvegsins, til þess að tryggja eðlilega uppbyggingu og fjárfestingu í þessari mikilvægu framleiðslugrein landsmanna. Sé jafnframt látin fram fara athugun á sem hagkvæmastri skipan með samræmdri eða sameinaðri starfsemi stofnana þeirra, er veita stofnlán til sjávarútvegsins.
    Ríkisstjórnin skipi 5 manna nefnd til að vinna að þessu verkefni. Verði niðurstöður nefndarinnar lagðar fyrir næsta reglulegt Alþingi. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1964.