Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
84. löggjafarþing 1963–64.
Þskj. 601  —  79. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um ráðstafanir til eflingar byggðar á Reykhólum.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram nýjar athuganir á því, hvernig hagnýta megi hið forna höfuðból Reykhóla á Reykjanesi þannig, að byggð þar eflist og verði jafnframt nálægum sveitum til stuðnings.
    Í þessu sambandi skal sérstaklega athuga möguleika á eftirfarandi:
     1)      Auknum stuðningi við hagnýtingu jarðhita á staðnum til gróðurhúsaræktunar.
     2)      Uppbyggingu iðnaðar, t.d. mjólkuriðnaðar og þangvinnslu.
     3)      Umbótum í skólamálum, t.d. með bættri aðstöðu til unglingafræðslu og stofnun héraðsskóla.
     4)      Lendingarbótum á Stað á Reykjanesi eða á öðrum þeim stað, sem hentugur yrði talinn.
    Ríkisstjórnin skal skipa fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um framkvæmdir á Reykhólum og hvernig stuðla megi að aukinni byggð þar. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af hreppsnefnd Reykhólahrepps, annar af sýslunefnd Austur-Barðastrandarsýslu, þriðji af fjórðungsþingi Vestfirðinga, en hinir tveir skipaðir án tilnefningar.


Samþykkt á Alþingi 6. maí 1964.