Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
85. löggjafarþing 1964–65.
Þskj. 396  —  37. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um endurskoðun laga um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa 7 manna nefnd til að endurskoða lög nr. 77 28. apríl 1962, um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins, og gera tillögur um breytingar, eftir því sem henni þykir ástæða til. Formaður skal skipaður án tilnefningar, en aðrir nefndarmenn samkvæmt tilnefningu Fiskifélags Íslands, Alþýðusambands Íslands, Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Landssambands ísl. útvegsmanna og Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, einn frá hverjum aðila. Nefndin skal sérstaklega gera sér far um að kynna sér skoðanir útvegsmanna og sjómanna í einstökum landshlutum varðandi málið og reynslu þeirra af starfsemi hlutatryggingasjóðs og aflatryggingasjóðs.


Samþykkt á Alþingi 31. marz 1965.