Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
85. löggjafarþing 1964–65.
Þskj. 648  —  69. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um lýsisherzluverksmiðju.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni láta nú þegar kanna möguleika á sölu hertrar síldarfeiti á erlendum mörkuðum og gera að öðru leyti rækilegar rannsóknir á því, hvort nú sé orðið tímabært að byggja verksmiðju til herzlu síldarlýsis, samkv. ákvæðum laga nr. 93 frá 1942.
    Sýni rannsóknirnar hagstæða útkomu, skal þegar kanna til hlítar, hvar verksmiðjan skuli staðsett, og að því loknu hefja undirbúning að byggingu hennar.


Samþykkt á Alþingi 5. maí 1965.