Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
86. löggjafarþing 1965–66.
Þskj. 651  —  64. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um stofnun klak- og eldisstöðvar fyrir laxfiska.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara athugun á því, hvort tímabært sé, að stofnsett verði á Norðurlandi klak- og eldisstöð fyrir lax og silung. Skal í því sambandi athugað, hvort ekki sé heppilegt að hafa það fyrirtæki við vatnasvæði Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu, m.a. vegna góðra skilyrða til hagnýtingar á volgu vatni frá jarðhita þar um slóðir.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 1966.