Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
88. löggjafarþing 1967–68.
Þskj. 451  —  155. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um strandferðir norðanlands og útgerð strandferðaskips frá Akureyri.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta athuga möguleika á því, að Skipaútgerð ríkisins, í samráði við hlutaðeigandi bæjar- og sýslufélög, komi á fót á Akureyri útgerð strandferðaskips, er annist strandferðir norðanlands og til Austfjarða og Vestfjarða, enda séu ferðir þess í samræmi við ferðir strandferðaskipa úr Reykjavík. Niðurstöður athugunarinnar verði lagðar fyrir Alþingi, svo fljótt sem unnt er.


Samþykkt á Alþingi 27. marz 1968.