Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
88. löggjafarþing 1967–68.
Þskj. 637  —  50. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um stöðlun fiskiskipa.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram nákvæma rannsókn á því, hvort ekki sé hagsamt að láta staðla veiðiskip landsmanna í ákveðnar stærðir og gerðir, svo að þau verði ódýrari í smíðum fyrir innlendar skipasmíðastöðvar.
    Jafnframt væntir Alþingi þess, að einskis verði látið ófreistað til að auðvelda þegar reistum skipasmíðastöðvum samkeppni um smíði veiðiskipa landsmanna við erlendar skipasmíðastöðvar, svo að ekki komi til verkefnaskorts hjá þeim.


Samþykkt á Alþingi 17. apríl 1968.