Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
88. löggjafarþing 1967–68.
Þskj. 666  —  160. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða lög nr. 59 1928, um friðun Þingvalla, og lög nr. 48 1956, um náttúruvernd, og semja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til nýrra laga um náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða. Endurskoðunin miði að því að auka náttúruvernd og auðvelda almenningi aðgang að heppilegum stöðum til útivistar og náttúruskoðunar. Einnig verði verk- og valdsvið náttúruverndarráðs og Þingvallanefndar skilgreint sem gleggst.


Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1968.