Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
89. löggjafarþing 1968–69.
Þskj. 804  —  48. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um hagnýtingu jarðhita til ræktunar og rannsóknir í þágu garðyrkju.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta hefja skipulegar, fræðilegar rannsóknir á því, hvernig jarðhiti verði bezt hagnýttur til garðyrkju í landinu. Verði í því efni einkum kannað, hvaða efni reynist bezt til flutnings á heitu vatni og til byggingar gróðurhúsa. Þá verði og rannsakað, hvort unnt sé að draga úr byggingarkostnaði gróðurhúsa, t.d. með samræmingu í byggingaraðferðum og stærð gróðurhúsa, smíði einstakra húshluta og tæknibúnaðar þeirra. Beinist rannsóknin einnig að því að auka hagnýta þekkingu á sviði jarðvegsfræði, áburðarþarfar og gróðurvals, á sviði gróðurhúsaræktunar og garðyrkju almennt.


Samþykkt á Alþingi 17. maí 1969.