Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
90. löggjafarþing 1969–70.
Þskj. 446  —  30. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um aukna hagnýtingu á saltsíld.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa 5 manna nefnd, er rannsaki möguleika á aukinni hagnýtingu saltsíldar til útflutnings. Þessi rannsókn beinist að framleiðslu á síldarflökum og sölu á þeim í smápakkningum. Eftirtaldir aðilar tilnefni sinn manninn hver í nefndina: Síldarútvegsnefnd, Landssamband ísl. útvegsmanna og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, en félög síldarsaltenda sameiginlega einn mann. Viðskiptaráðherra skipar fimmta mann nefndarinnar án tilnefningar, og skal sá maður jafnframt vera formaður hennar. Nefndin skili tillögum sínum eigi síðar en í maílok 1970.


Samþykkt á Alþingi 18. marz 1970.