Ferill 58. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


91. löggjafarþing 1970–71.
Þskj. 857  —  58. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


     um skipulag vöruflutninga og jöfnun flutningskostnaðar.




    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara athugun á vöruflutningum landsmanna og gera tillögur um bætta skipan þeirra.
    Stefna ber að því að gera flutningakerfið sem hagkvæmast og hraðvirkast án óhæfilegs tilkostnaðar. Leita skal leiða til jöfnunar á flutningskostnaði, svo að allir landsmenn sitji við sama borð í þeim efnum, eftir því sem við verður komið.


Samþykkt á Alþingi 5. apríl 1971.