Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


91. löggjafarþing 1970–71.
Þskj. 868  —  218. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


     um raforkumál Vestfjarða.




    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að taka hið fyrsta ákvörðun um aukningu vatnsaflsvirkjana á samveitusvæði Vestfjarða og stefna að því, að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og framast er auðið.
    Stærð fyrirhugaðra virkjana verði miðuð við, að nægileg orka fáist frá vatnsaflsvirkjunum til þess að fullnægja raforkuþörf á orkusvæðinu, og þá tekið tillit til sennilegrar aukningar á raforkuþörf næstu tíu ár og jafnframt séð fyrir nægilegri raforku til upphitunar húsa.
    Jafnhliða þessum athugunum verði kannaðar óskir sveitarfélaga um þátttöku í virkjunarframkvæmdum með það fyrir augum að stofna sameignarfyrirtæki ríkisins og sveitarfélaganna á samveitusvæðinu.


Samþykkt á Alþingi 5. apríl 1971.