Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


91. löggjafarþing 1970–71.
Þskj. 871  —  135. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


     um verknáms- og þjónustuskyldu ungmenna.




    Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd til að athuga, hvort rétt og hagfellt sé að koma á verknáms- og þjónustuskyldu ungmenna og þá með hvaða framkvæmdahætti. Sérstaklega verði athuguð viðfangsefni í þágu þjóðarheildar fyrir ríki og sveitarfélög, góðgerðar- og mannúðarfélög. Nefndin skili áliti til Alþingis, og komist hún að þeirri niðurstöðu, að lögfesting á verknáms- og þjónustuskyldu ungmenna sé æskileg, þá skili hún um viðfangsefnið frumvarpi að lögum, sem lagt verði fyrir Alþingi.


Samþykkt á Alþingi 5. apríl 1971.