Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 671  —  163. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um námsbækur framhaldsskólanemenda.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að nauðsynlegar kennslubækur, innlendar og erlendar, sem notaðar eru á hverjum tíma vegna náms í framhaldsskólum, séu jafnan á boðstólum í verzlunum, en talsvert skortir á, að svo hafi verið, svo að fullnægjandi geti talizt. Enn fremur verði athugað, hvort unnt sé að auka útgáfu íslenzkra kennslubóka og á þann hátt draga úr notkun erlendra bóka, einkum í menntaskólum og Háskóla Íslands. Í þessu sambandi kemur til álita, hvort nauðsynlegt sé að fela Ríkisútgáfu námsbóka forgöngu í þessum efnum.
    Þá verði kannað, hvernig háttað er verðlagningu erlendra kennslubóka í verzlunum, með það fyrir augum að tryggja, að þær séu á boðstólum á hóflegu verði.


Samþykkt á Alþingi 2. maí 1972.