Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


93. löggjafarþing 1972–73.
Þskj. 647  —  115. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


     um stofnun verðjöfnunarsjóðs vöruflutninga og bætt skipulag þeirra flutninga.




     Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd til þess að:
     1.      Kanna þátt flutningskostnaðar í mismunandi vöruverði í landinu.
     2.      Skila áliti um, hvort tiltækt væri að jafna kostnað við vöruflutninga með stofnun og starfrækslu verðjöfnunarsjóðs, þannig að verð á allri vöru verði hið sama á öllum stöðum á landinu, sem vöruflutningaskip sigla til og flugvélar og vöruflutningabifreiðar halda uppi áætlunarferðum til.
     3.      Kanna, hver kostnaður væri af rekstri slíks sjóðs og hver ætla mætti að yrðu þjóðhagsleg áhrif af starfrækslu hans.
     4.      Gera tillögur um bætt skipulag vöruflutninga á sjó og landi og í lofti. Skulu þá m.a. hafðar í huga breytingar á tilhögun flutninga frá helztu viðskiptaborgum Íslendinga erlendis til hinna ýmsu hafna á landinu.
    Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.


Samþykkt á Alþingi 10. apríl 1973.