Pálmi Hannesson

Pálmi Hannesson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1937–1942 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Skíðastöðum í Skagafirði 3. janúar 1898, dáinn 22. nóvember 1956. Foreldrar: Hannes Pétursson (fæddur 24. ágúst 1857, dáinn 1. maí 1900) bóndi þar, bróðir Halldóru konu Ólafs Briems alþingismanns og Herdísar konu Hálfdanar Guðjónssonar alþingismanns, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir (fædd 28. janúar 1857, dáin 11. október 1945) húsmóðir. Bróðir Péturs Hannessonar varaþingmanns. Maki (17. ágúst 1926): Ragnhildur Skúladóttir Thoroddsen (fædd 26. ágúst 1899, dáin 4. september 1966) húsmóðir. Foreldrar: Skúli Thoroddsen alþingismaður og kona hans Theodora Thoroddsen. Systir Katrínar alþingismanns, Sigurðar alþingismanns og Skúla alþingismanns Thoroddsens. Börn: Jón Skúli (1927), Ingibjörg Ýr (1931), Pétur Jökull (1933), Skúli Jón (1938), Pálmi Ragnar (1940). Dóttir Pálma og Mattheu Kristínar Pálsdóttur: Rannveig (1924), kjördóttir stjúpföður síns, Edvalds Torps.

Gagnfræðapróf Akureyri 1915. Stúdentspróf MR 1918. M.Sc.-próf í dýrafræði Hafnarháskóla 1926, en las auk þess grasafræði, jarðfræði, eðlisfræði og efnafræði.

Kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1926–1929. Rektor Menntaskólans í Reykjavík frá 1929 til æviloka.

Ráðunautur Búnaðarfélags Íslands um veiðimál 1926–1929. Í milliþinganefnd til undirbúnings veiðilöggjöf 1930–1932 og 1954–1955. Í stjórn Ferðafélags Íslands frá 1932 til æviloka. Formaður veiðimálanefndar frá upphafi hennar 1933 til æviloka. Í útvarpsráði 1934–1943. Í menntamálaráði 1934–1943 og frá 1946 til æviloka. Forseti Hins íslenska þjóðvinafélags 1935–1940. Í Rannsóknaráði ríkisins frá upphafi þess 1940 til æviloka. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1946–1950. Í orðunefnd frá 1952.

Alþingismaður Skagfirðinga 1937–1942 (Framsóknarflokkur).

Greinar og ræður eftir hann komu út í þremur bókum skömmu eftir andlát hans. Hétu þær: Landið okkar (1957). Frá óbyggðum (1958). Mannraunir (1959).

Æviágripi síðast breytt 15. desember 2016.

Áskriftir