Jón Pálmason

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1863 og 1865 (varaþingmaður).

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Sólheimum á Ásum 11. júlí (kirkjubók 11. júní) 1826, dáinn 9. október 1886. Foreldrar: Pálmi Jónsson (fæddur 22. september 1791, dáinn 23. desember 1846) bóndi þar og kona hans Ósk Erlendsdóttir (fædd 1792, dáin 28. maí 1866) húsmóðir. Faðir Þorleifs Jónssonar alþingismanns. Maki (14. júlí 1847): Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir (fædd 30. ágúst 1826, dáin 1909) húsmóðir. Foreldrar: Þorleifur Þorkelsson og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Börn: Ósk (1849), Pálmi (1850), Guðmundur (1852), Magnús (1854), Þorleifur (1855), Guðrún (1856), Jón (1857), Ósk Ingiríður (1859), Ingibjörg (1860), Ósk (1863).

    Bóndi í Sólheimum 1848–1867, í Stóradal frá 1867 til æviloka.

    Alþingismaður Húnvetninga 1863 og 1865 (varaþingmaður).

    Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2016.

    Áskriftir