22.12.1978
Neðri deild: 45. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2003 í B-deild Alþingistíðinda. (1731)

Þingfrestun

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Fyrir hönd okkar þm. í þessari hv. d. vil ég þakka hæstv. forseta góðar óskir og hlýleg orð í okkar garð. Ég vil taka undir þakklæti hæstv. forseta til starfsliðs þingsins. Fyrir hönd okkar þm. vil ég enn fremur þakka hæstv. forseta réttláta og góða fundarstjórn, gott samstarf og gott tillit sem hann hefur tekið til óska okkar þm. Ég færi hæstv. forseta og fjölskyldu hans óskir okkar allra um gleðileg jól og farsælt ár og bið hv. dm. að taka undir þessar óskir með því að rísa úr sætum. — [Deildarmenn risu úr sætum.]