01.03.1979
Neðri deild: 56. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2905 í B-deild Alþingistíðinda. (2293)

202. mál, tímabundið olíugjald til fiskiskipa

Frsm. (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Sjútvn. Nd. hélt fund um þetta mál í dag og fékk til viðræðna við sig fulltrúa Landssambands ísl. útvegsmanna, Sjómannasambands Íslands og Fiskveiðasjóðs.

Eins og fram kemur á nál., sem er á þskj. 410, leggur n. til að frv. verði samþ. Lúðvík Jósepsson boðaði brtt, við 2. gr, frv. Matthías Bjarnason, Sverrir Hermannsson, Garðar Sigurðsson og Lúðvík Jósepsson skrifa undir nál. með fyrirvara.