14.03.1979
Neðri deild: 62. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3241 í B-deild Alþingistíðinda. (2547)

141. mál, fiskveiðar á Norðvestur-Atlantshafi

Frsm. (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur á þskj. 406, nál. sjútvn. um frv. þetta, hélt n. fund mánudaginn 26. febr. 1979. Fjarverandi á fundinum voru Lúðvík Jósepsson, Garðar Sigurðsson og Páll Pétursson. Fyrir fundinum lá bréf frá utanrrn., dags. 30. jan., þar sem þess var farið á leit, að höfðu samráði við sjútvrn. og fengnu samþykki þess, að tilteknar breytingar verði gerðar á 2. mgr. 2. gr. frv. N. féllst á tilmælin að flytja þá brtt. sem er á þskj. 406 og er flutt, eins og fram kemur í nál., að beiðni utanrrn. Undir þetta nál. skrifa auk mín Matthías Bjarnason, Eiður Guðnason og Sverrir Hermannsson, en eins og fram kom áðan voru 3 nm. ekki mættir á fundinum.