03.04.1979
Efri deild: 75. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3802 í B-deild Alþingistíðinda. (2999)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Frsm. meiri hl. (Jón Helgason):

Herra forseti. Það kom fram við 2. umr. málsins í gær aths. frá hv. 5. þm. Vestf. um það, að I. tölul. við ákvæði til bráðabirgða aftan við 51. gr. væri e. t. v. ekki nægilega skýrt orðaður. Af þeim ástæðum hefur meiri hl. fjh.- og viðskn. flutt stutta brtt., sem leiðir til þess að I. tölul. breytist aðeins.

Ég vil vekja athygli á því, að á þskj. 511, þar sem frv. er prentað eftir 2. umr. hér í d., hefur uppsetning orðið aðeins öðruvísi en ætlast var til. I. liðurinn á að byrja á „Verðbætur samkv. ákvæðum 48. — 51. gr.“, þ. e. a. s. upphafið á bráðabirgðaákvæðinu á að vera upphafið á I. liðnum. Það er við þennan lið sem brtt. er, næstsíðasta málsl., þannig að þá kemur þar: „Grunnkaup þetta skal haldast óbreytt þar til um annað hefur verið samið. Að því er varðar félagsmenn í BSRB og BHM fer þó eftir samkomulagi því, sem þegar hefur verið gert við fjmrn.“