07.04.1979
Neðri deild: 74. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4052 í B-deild Alþingistíðinda. (3157)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Þar sem ákvæði verðbótakaflans í frv., eins og þau liggja fyrir í heild, fela í sér um 6% kaupskerðingu að dómi Þjóðhagsstofnunar, þar sem þessi um það bil 6% kaupskerðing mun áður en árinu 1979 lýkur ná að fullu til alls láglaunafólks í landinu samkv. ákvæðum verðbótakaflans í frv. og þar sem með ákvæðum þessarar greinar er hróflað við skýrum ákvæðum kjarasamninga gegn ákveðnum andmælum verkalýðshreyfingarinnar, þá segi ég nei í þessari atkvgr.