07.11.1978
Sameinað þing: 15. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

Umræður utan dagskrár

Menntmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Hv. þm. Vilmundur Gylfason komst svo að orði áðan, að ríkisstj. hefði tekið ákvörðun um ráðningu blaðafulltrúa. Mér þykir óhjákvæmilegt að taka það fram að gefnu tilefni, til þess að málin liggi sem ljósast fyrir, að í ríkisstj. hefur ekki verið fjallað um stofnun embættis blaðafulltrúa ríkisins og engin ákvörðun verið tekin um það þar. En síður hefur nokkru sinni verið um það fjallað í ríkisstj., hver gegna skuli þessu embætti. Þetta er því ákvörðun hæstv. forsrh., og mér var ekki kunnugt um þessa ákvörðun fyrr en í gær.