18.05.1979
Neðri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4984 í B-deild Alþingistíðinda. (4312)

311. mál, tímabundið aðlögunargjald

Frsm. meiri hl. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um þetta frv. og gefið út um það nál. á þskj. 798 þar sem fram kemur að meiri hl. n. mælir með því að frv. verði samþ. óbreytt, en fulltrúar Sjálfstfl. í n. standa ekki að þessu áliti.

Um þetta mál hafa farið fram allítarlegar umr. hér í d. og ég sé því ekki ástæðu til að rekja efni frv. ítarlega fyrir þdm. Hér er um að ræða að heimila að leggja á innfluttar iðnaðarvörur sérstakt aðlögunargjald sem nemur 3% og á að vera til nokkurs jafnvægis fyrir innlendan iðnað á móti þeirri tollalækkun og minnkandi tollvernd sem ákveðin var um s. l. áramót og þá skall á okkar iðnaði. Niðurstaða n. er sem sagt sú, að meiri hl. mælir með því að frv. verði samþ. óbreytt.