18.03.1980
Sameinað þing: 34. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (1227)

106. mál, framkvæmdaáætlun í orkumálum vegna húshitunar

Salome Þorkelsdóttir:

Herra forseti. Ég er meðflm. að till. til þál. sem hér er til umr. um framkvæmdaáætlun í orkumálum vegna húshitunar, og þar af leiðandi hef ég ekki talið ástæðu til að koma í pontuna, enda farin að verða haldin heimþrá, eins og hv. 1. þm. Norðurl. v. Hins vegar get ég ekki orða bundist vegna þess sem hv. 1. þm. Norðurl. v. sagði um að till. væri dæmigerð stjórnarandstöðutillaga. Mér finnst sjálfsagt að benda hv, þm. á að umfang þáltill. er það mikið, að þó að hv. 4. þm. Vestf. sé afkastamikill og duglegur þm. er mjög hæpið að hann hefði komið þessu máli á borð þm. svo fljótt sem raun ber vitni ef honum hefði ekki dottið þetta þjóðþrifamál í hug fyrr en ljóst varð hverjir yrðu aðilar að ríkisstj. og þar með að Sjálfstfl. yrði í stjórnarandstöðu.

Hins vegar vil ég fagna því, að hv. 1. þm. Norðurl. v.