23.04.1980
Neðri deild: 63. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2060 í B-deild Alþingistíðinda. (1926)

56. mál, mat á sláturafurðum

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um við 2. umr. þessa máls hafði komið fram beiðni um að n. liti betur á þetta mál. Svo kom enn fremur í ljós að það var svolítið formgalli á uppsetningu. Landbn. hefur síðan haldið fund um málið og varð sammála um að leggja til að tillgr. hljóði þannig:

„Við 1. gr. Greinin orðist svo:

2. mgr. 2. gr. laganna orðist þannig:

Ráðh. getur þó, þar sem brýn nauðsyn krefur, leyft slátrun á sauðfé og stórgripum til eins árs í senn í sláturhúsum, sem ekki eru svo úr garði gerð að löggilding geti farið fram á þeim, ef yfirdýralæknir eða hlutaðeigandi héraðsdýralæknir telur, að slátrun og meðferð sláturafurða geti tekist þar á viðunandi hátt. Undanþágu má þó ekki veita nema til ársloka 1982.“

Við 2. umr. urðu umr. um þetta mál. Ég tel að það hljóti að liggja ljóst fyrir öllum hvað felst í þessari breytingu, þannig að ég tel óþarfa að skýra málið frekar.