23.04.1980
Neðri deild: 63. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2060 í B-deild Alþingistíðinda. (1929)

105. mál, eignarréttur og afnotaréttur fasteigna

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Allshn. þessarar d. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 19 frá 6. apríl 1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, en frv. þetta gerir ráð fyrir að sé gerður kaupsamningur eða afsal að fasteignum, sem keyptar eru af erlendu ríki til afnota fyrir sendiráð eða til íbúðar fyrir forstöðumenn eða starfsmenn sendiráða, skuli aflað samþykkis dómsmrn. áður en gerningurinn öðlast gildi. N. er sammála um að mæla með samþykkt þessa frv. óbreytts og tóku allir nm. þátt í afgreiðslu þess.