30.04.1980
Neðri deild: 66. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2226 í B-deild Alþingistíðinda. (2095)

119. mál, Hitaveita Suðurnesja

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Iðnn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 100 frá 31. des. 1974, um Hitaveitu Suðurnesja, og liggur álit n. fyrir á þskj. 376. N. athugaði þetta frv. og hún mælir með því að það verði samþykkt og stendur öll að afgreiðslu málsins. Sýnist okkur að þetta sé skynsamlegt mál, en það gengur út á það að leyfa Hitaveitu Suðurnesja stækkun um 6 mw. úr 2 sem þar eru nú framleidd.