14.05.1980
Efri deild: 88. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2661 í B-deild Alþingistíðinda. (2634)

17. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Forseti (Helgi Seljan):

Út af þessum orðum vil ég taka það fram, að samkv. samkomulagi sem gert hefur verið er umr. um dagskrármálið hér með lokið. Atkvgr. er hins vegar frestað, en sú atkvgr. fer fram kl. eitt á föstudag. Þá er það samkomulag milli aðila að 3. umr. um mál þetta verði lokið héðan frá Ed. kl. 9 næstkomandi föstudag.

Þá held ég að fullar sættir séu komnar í málið og allir eflaust fegnir því að þurfa ekki að fara í þessa atkvgr. En menn bera þá sinn kvíða fyrir því að þurfa að standa í þessu erfiði milli eitt og tvö n. k. föstudag. Vandanum er því frestað og umr. er lokið um dagskrármálið.