16.05.1980
Efri deild: 90. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2708 í B-deild Alþingistíðinda. (2712)

17. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir lítilli brtt. við frv. til l. um Húsnæðisstofnun ríkisins. Hún er við núv. 69 gr., 2. tölul. a-liðar. Þar er gert ráð fyrir að tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins verði falið að ákveða stærð staðalíbúðar, en það er vitaskuld algerlega óeðlilegt og er fyrir mistök sem slíkt er komið þarna inn. Eðlilegra er að orða þetta svo, að tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins „geri tillögu um“ stærð staðalíbúðar. Ég flyt till. um þessa orðalagsbreytingu og vænti þess að hv. d. fallist á þá till. Í atkvgr. var áður skipt á orðunum „hanna“ og „ákveða“, sem var einnig misskilningur.

Ég vænti þess að hv. Ed. fallist á þessa litlu till., sem má heita smá, við það stóra frv. sem hér er á dagskrá og d. fjallaði um á fundi sínum í dag í langri atkvgr.