29.05.1980
Sameinað þing: 69. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3250 í B-deild Alþingistíðinda. (3234)

36. mál, samvinnufélagalög

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft um nokkurt skeið til meðferðar 36. mál þingsins, till. til þál. um ný samvinnufélagalög. Nefndin afgreiddi þessa till. í morgun breytta og varð hún sammála um að leggja til að hún yrði samþ. svo orðuð:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta í samráði við samvinnuhreyfinguna hefja undirbúning nýrrar löggjafar um samvinnufélög og samvinnusambönd.“