21.01.1980
Efri deild: 22. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 427 í B-deild Alþingistíðinda. (482)

17. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Félmrh. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Vegna þess, sem hv. 4. þm. Vestf. sagði, víl ég fara nokkrum orðum um það. — Það skortir ekki í dag lagafyrirmæli um markaða tekjustofna. Þeir hafa ekki verið fullnýttir á undanförnum árum. Það skortir ekki heldur lagafyrirmæli um skyldu lífeyrissjóða til að nota svo og svo mikið af ráðstöfunarfé sínu til að kaupa skuldabréf Byggingarsjóðs eða annarra fjárfestingarlánasjóða. (Gripið fram í.) Það skortir ekki lagafyrirmæli til þess. Hitt er rétt, að það má vel vera að það sé réttara að taka inn í frv. þau ákvæði sem eru í 5. gr. draga að reglugerð fyrir almenn veðlán Byggingarsjóðs ríkisins, á bls. 49. Ég gæti vel fallist á að þessi ákvæði í 5. gr. um að lánin hækki aldrei minna en sem svarar 5% á ári og að það taki í mesta lagi 10 ár að ná þessum 80% komi inn í sjálf lögin. Þá held ég að við hv. 4. þm. Vestf. séum orðnir nokkuð sammála.

Ég vil svo endurtaka það sem ég hef áður sagt, að ég vonast til að félmn. þessarar hv. d. vinni eins vel að þessu frv. og frekast er unnt stærðar málsins vegna og umfangs.