17.03.1981
Sameinað þing: 61. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2926 í B-deild Alþingistíðinda. (3059)

233. mál, fjármagn til yfirbyggingar vega

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Það skal vera örstutt.

Það er aðeins vegna þess, að hæstv. samgrh. sagði áðan að þm. Vestf. hefðu ekki treyst sér til þess að taka Óshlíðarveg fram fyrir verkefni eins og Önundarfjarðarbrúna og Steingrímsfjarðarheiðina. Ég vil minna hæstv. ráðh. á það, að í apríl 1978 var samþykkt einróma á fundi þm. Vestf. að Óshlíðarvegur yrði næsta verkefni sem farið væri í á Vestfjörðum. Ég taldi ekki ástæðu til að blanda þessu inn í umr. að fyrrabragði, en það er ekki rétt, sem hæstv. ráðh. sagði áðan um ágreining Vestfjarðaþm. í ákvarðanatöku um Óshlíðarveg, og leiðréttist hér með. (Gripið fram í.) Það byggist líklega á því, að ég náði ekki kjöri til Alþingis í kosningunum 1978 og þess vegna liggur málið eftir. Hæstv. ráðh. hefur ekki séð sóma sinn í því að framfylgja þessari ályktun þm. Vestfjarða.