14.04.1981
Neðri deild: 81. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3734 í B-deild Alþingistíðinda. (3825)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég vil nú ekki vera að vantreysta skrifurum hv. deildar, þeir eru alls góðs maklegir og vandvirkir og skarpir og allt það. En þó hygg ég að eitthvert rugl hafi nú komist á við þessa atkvgr. Kann að vera að einhver hafi sagt já þegar hann ætlaði að segja nei. Ég hef dæmi fyrir mér, að hæstv. sjútvrh. var hér rétt áðan nærri búinn að fella olíugjaldið með því að hann mismælti sig. Ég sé ekkert á móti því, að þessi atkvgr. verði endurtekin, og ég er ekkert að vefengja að segulböndin taki rétt upp. (Gripið fram í.) Ég vænti þess, að það fáist skorið úr þessum misskilningi. Ég felli mig ágætlega við hugmynd 1. þm. Reykn. um það, að deildin úrskurði hvort atkvgr. skuli — (HBl: Man hv. þm. hvort hann sagði já eða nei?) — hvort þetta verði endurtekið. Ég vefengi ekki segulbönd. Hins vegar er mörg vitleysa sögð inn á þessi segulbönd, eins og menn glögglega munu kynnast er þeir hlýða á ræður hv. þm. Sighvats Björgvinssonar.