20.11.1980
Sameinað þing: 22. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í B-deild Alþingistíðinda. (702)

92. mál, efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég hef aldrei efast um það, að hæstv. viðskrh. skýrði rétt frá þeim svörum sem hann fékk í Seðlabankanum. En hæstv. ráðh. spurði: Hvað á ég að gera þegar ég fæ þessi svör? Ég skal segja honum hvað hann á að gera. Hann á núna að athuga málið sjálfstætt á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hef hér greint frá og hann getur sjálfur sannfært sig um með því að lesa opinberar hagskýrslur.