08.03.1983
Neðri deild: 54. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2668 í B-deild Alþingistíðinda. (2511)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Með þeirri brtt. sem hér liggur fyrir er verið að slaka á kröfu stjórnarskrár um lögheimili og gefa almenna löggjafanum kost á að endurskoða þær reglur sem gilt hafa um það efni alllengi, þannig að þær geti verið þjálari í framkvæmd en verið hefur. Vegna þess að ég verð var við að margir hafa misskilið till. og halda að hún snúi á hinn veginn, að verið sé að gera skilyrðin strangari, vildi ég að þetta kæmi hér fram við atkvgr. Það er verið að losa um og ég tel að það sé eindregið til bóta að gera það og segi því já.