08.03.1983
Neðri deild: 55. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2671 í B-deild Alþingistíðinda. (2527)

Um þingsköp

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég hef ekki gert mikið af því að taka undir aths. um þingsköp. En hver sá sem hugleiðir þetta mál má gera sér grein fyrir því, að tilmæli þau sem hér eru fram komin eru réttmæt og mér er til efs að nokkrum þingflokksformanni, sem hefði borið fram slíka ósk, hefði verið neitað. Ég tel því að forseti þurfi að hugsa sig mjög vel um áður en hann tekur ákvörðun um að sigla fyrir fullum seglum undan þrýstingi þeirra sem vilja fyrst og fremst að málið fari í gegn með sem minnstri umfjöllun.