09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2755 í B-deild Alþingistíðinda. (2628)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Ég tel að þessi brtt. sé ítrekun og undirstrikun á því, sem segir í síðari hluta 2. tölul. í sérstakri yfirlýsingu þingflokkanna allra neðst á bls. 3, í grg. frv. um að þingflokkarnir muni beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til að jafna félagslega og efnalega aðstöðu manna þar sem mismununar vegna búsetu gætir helst. Ég tel að þessi brtt., almennt orðuð eins og hún er, eigi vel heima í stjórnarskrá lýðveldisins. Ég segi já.