09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2756 í B-deild Alþingistíðinda. (2635)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Hér greiðum við hv. alþm. atkv. um samkomulagsmál. Um þetta frv. hefur verið mikið rætt undanfarna mánuði. Þótt ég sé hingað kjörinn sem 1. landsk. þm., þá er ég með atkv. Reykvíkinga að baki mér. Og þótt mér þyki líka lítið hafa rekið í átt til meira jafnvægis milli kjósenda einstakra kjördæma og lítið þokast frá því að kjördæmabreytingin var gerð árið 1959, þá tel ég hins vegar að okkur, sem í þéttbýlinu búum, beri að stuðla að þessari áfangabreytingu, sem ómótmælanlega er til bóta frá því sem nú er. Hér verður engu breytt eins og er með frekara orðaskaki. Þetta frv. er til bóta. Því segi ég já.