09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2756 í B-deild Alþingistíðinda. (2637)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Þar sem fram hefur komið að þrír stjórnmálaflokkarnir, Alþb., Alþfl. og Sjálfstfl. hafa ákveðið að stefna þjóðinni út í tvennar kosningar á þessu ári, þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar og að ekki hefur tekist að fá inn í stjórnarskrána tryggingu fyrir því að tillit verði tekið til breytilegs kostnaðar vegna búsetu við álagningu skatta, til að jafna á þann hátt aðstöðumuninn í þjóðfélaginu, þá segi ég nei.