10.03.1983
Efri deild: 66. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2882 í B-deild Alþingistíðinda. (2862)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Egill Jónsson:

Herra forseti. Þar sem þjóðin hefur ekki fengið ráðrúm til að ræða þær breytingar á kjördæmaskipun, sem hér eru til afgreiðslu, og þar sem þessi breyting gengur mjög á hlut dreifbýlisins í þessu landi, án þess að hagsmunir þess séu að öðru leyti tryggðir, og ennfremur þar sem þær reiknireglur, sem liggja að baki þessari skipan, eru mikilli óvissu háðar, að ekki sé fastara að orði kveðið, þá segi ég nei.