06.12.1983
Sameinað þing: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1381 í B-deild Alþingistíðinda. (1209)

58. mál, eggjaeinkasala

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Aðeins örstutt. Að gefnu tilefni vil ég mótmæla þeim málflutningi sem hér er uppi hafður af hæstv. landbrh. Við erum ekki hingað saman komin til þess að hlusta á fréttatilkynningar frá einhverjum tilteknum ráðum eða stofnunum úti í bæ. Hér er verið að spyrja um ásetning og framkvæmd stjórnarsáttmála. Og við erum að spyrja um vilja og ásetning ráðh. Í því tilefni get ég ekki séð að hér sé staður né stund til þess að lesa upp slíkar fréttatilkynningar. Þetta gerðist líka um daginn í sambandi við Áburðarverksmiðju ríkisins og ég átel þennan vinnumála mjög harðlega. Á meðan þessi sami ráðh. lætur það hjá líða að svara þeirri spurningu hvort hann telji að í Framleiðsluráðslögum sé raunverulega verið að framfylgja anda stjórnarskrárinnar þá sér hann brýna nauðsyn þess að koma hér upp og lesa hluti sem við getum lesið um í dagblöðunum.